Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2006 12:45

Ný bæjarstjórn tekin við á Akranesi

Nýkjörin bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kom saman til síns fyrsta fundar á kjörtímabilinu í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra og óháðra myndað meirihluta í bæjarstjórn. Gunnar Sigurðsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar með fimm atkvæðum en Rún Halldórsdóttir hlaut fjögur atkvæði. Sæmundur Víglundsson var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar með fimm atkvæðum en Hrönn Ríkharðsdóttir hlaut fjögur atkvæði. Þá voru kjörin í bæjarráð þau Karen Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Sveinn Kristinsson.

 

Bæjarfulltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu um að fulltrúum þeirra flokka er ekki eiga fulltrúa í bæjarráði, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin-grænt framboð, fengju rétt til að tilnefna áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.

 

Þá lagði forseti bæjarstjórnar fram tillögu um ráðningu Gísla S. Einarssonar í starf bæjarstjóra kjörtímabilið 2006-2010 og  var hún samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hjá.

 

Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram svohljóðandi bókun: „Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs teljum að auglýsa hefði átt stöðu bæjarstjóra á Akranesi. Við teljum að vaxandi bær og sífellt flóknari stjórnsýsla krefjist þess að í stöðu bæjarstjóra veljist aðili með menntun og hæfni til að sinna svo mikilvægu og áberandi starfi. Ekki er tekið tillit til þessa í nýsamþykktri ráðningu og engar kröfur gerðar. Þar fyrir utan var allur aðdragandi að ráðningu nýs bæjarstjóra afar óviðfelldinn, þar sem áttu sér stað pólitísk hrossakaup Sjálfstæðisflokksins og nýráðins bæjarstjóra,  sem ekki eiga sér hliðstæðu í stjórnmálum síðustu ára. Er með ráðningu þessari stigið áratugi aftur í tímann og pólitísk spilling þar með blessuð af nýkjörnum bæjarfulltrúa Frjálslynda flokksins þvert ofan í stóryrtar yfirlýsingar flokksins í aðdraganda kosninga.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is