Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2006 02:30

Vígslu fjölnota íþróttahúss seinkar enn og aftur

Vígslu fjölnota íþróttahúss sem er í byggingu á Jaðarsbökkum á Akranesi hefur enn verið seinkað. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur vígslu hússins verið frestað nokkrum sinnum og í endaðan apríl var ákveðið að stefna að vígslu hússins þann 17. júní. Fyrir nokkru síðan óskuðu forsvarsmenn Írskra daga, sem haldnir verða á Akranesi 7.-9. júlí eftir leyfi til að halda Lopapeysuballið í húsinu. Í síðustu viku átti blaðamaður Skessuhorn samtal við nefndarmann í framkvæmdanefnd íþróttamannvirkja og þá sagði hann að húsið yrði vígt þann 17. júní.

 

 

Hörður Kári Jóhannesson rekstrarstjóri íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar segir í samtali við Skessuhorn að ýmiss frágangur hússins og umhverfi þess hafi tafist svo vígsla hússins fari ekki fram 17. júní. Hann treystir sér ekki til þess að segja til um hvenær vígslan fari fram en segir 8. júlí hafa verið nefndan en of snemmt sé að spá í dag hvort af því verður. Hann segir einnig ljóst að Lopapeysuballið sem stefnt var að halda þann 8. júlí í húsinu verði ekki haldið í húsinu að þessu sinni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is