Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2006 03:20

Sviptur ökuleyfi í þrjú ár

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og þriggja ára ökuleyfissviptingu auk 270 þúsund króna sektar fyrir ölvunarakstur og eignaspjöll. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur 20 daga fangelsi í stað hennar.

 

 

 

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa að morgni sunnudagsins 11. september 2005 ekið bifreið sinni í Borgarnesi undir áhrifum og hafnaði bifreiðin að lokum á umferðarskilti á gatnamótum Brúartorgs og Borgarbrautar. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 2,25‰ sem er margfalt það sem magn sem lög leyfa en það er 0,5‰.

 

Að morgni laugardagsins 11. mars 2006 var hann aftur á ferðinni ölvaður á bifreið sinni og ók þá á ljósastaur á gatnamótum Þorsteinsgötu og Borgarbrautar. Þá mældist áfengismagn í blóði mannsins 2,74‰.

 

Þann 11. september hélt maðurinn að Grunnskóla Borgarness vopnaður felgulykli hvar hann braut 21 rúðu. Maðurinn játaði brot sín án undandráttar fyrir dómi. Honum var virt það til málsbóta að honum hafði ekki áður verið gerð refsing.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is