Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2006 09:24

Enn og aftur keyrt á öryggisbita Hvalfjarðarganga

Grafa á flutningavagni rakst í fyrrakvöld á öryggisbita í Hvalfjarðargöngum og olli miklum skemmdum. Mikil mildi þykir að ekki skuli hafa meira tjón orðið því tækin komust í gegnum göngin þar sem öryggisbita vantaði að sunnanverðu eftir að svipað atvik átti sér stað þar fyrir nokkrum dögum. Auk þess að vera með of háan farm var flutningsvagninn breiðari en lög leyfa.

 

 

Atvikið átti sér stað um kl. 20 í fyrrakvöld. Flutningabíl með gröfu á vagni var ekið norður um göngin. Enginn öryggisbiti var í gangamunnanum sunnan fjarðar vegna þess að ekki var til í landinu nægilegt stál til að smíða nýjan öryggisbita í stað þess er ekið var á fyrir nokkrum dögum. Í þetta skipti komst flutningabíllinn því klakklaust inn í göngin og hefur að öllum líkindum sloppið við að reka farminn upp í blásara og annan búnað á leiðinni.

 

Í gangamunnanum að norðan skall bóma gröfunnar hins vegar á stálbitanum þar og sleit niður úr veggfestingum sínum þannig að hann dinglaði laus í öryggiskeðjum. Bitinn hékk sem betur fer uppi en ekki þarf fjölyrða um mögulegar afleiðingar þess, fyrir fólk í bílum sem á eftir komu, ef hann hefði húrrað niður á akbrautirnar.

Lögregla kom á staðinn og þá kom í ljós að hæð farmsins var 4,45 metrar, eða 25 cm umfram löglegt hámark. Þá  reyndist sjálfur dráttarvagninn, sem grafan stóð á, vera breiðari en lög leyfa eða 3,20 metrar en hámarkið er  2,60 metrar. Belti gröfunnar stóðu svo út af beggja vegna og þannig var breiddin orðin alls 3,40 metrar eða 80 cm umfram löglegt hámark. Flutningabíllinn var því með farm sem var bæði alltof of hár og alltof of breiður lögum  samkvæmt

Á vef  Spalar, félagsins sem á og rekur Hvalfjarðargöng, kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækisins líta það mjög alvarlegum augum að flutningabílstjórar skuli leyfa sér aftur og aftur að brjóta landslög á svo grófan hátt sem raun ber vitni um. Í grannlöndununum væri tekið hart á slíku framferði en viðurlögin hérlendis eru svo mild að menn hafa greinilega litlar áhyggjur af því að láta á þau reyna, jafnvel ítrekað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is