Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2006 08:48

Þjófurinn var í steininum þegar innbrotið upplýstist

Lögreglan á Akranesi hefur upplýst innbrot á skrifstofur Sjúkrahússins og heilsugæslunnar á Akranesi. Innbrotsþjófurinn var í fangageymslu á Akranesi þegar grunur féll á hann og því þurfti ekki að fara yfir lækinn þegar kom að yfirheyrslum. Jafnframt upplýstist innbrot í Hafnarfirði og mikið af þýfi fannst við húsleit í Reykjavík.

 

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í gær var brotist inn á skrifstofur SHA um síðustu helgi. Innbrotið uppgötvaðist þegar starfsfólk kom til vinnu sinnar í gærmorgun. Mikið var rótað á skrifstofunum en þjófurinn hafði ekki mikil verðmæti upp úr krafsinu en lítilsháttar skemmdir urðu á innanstokksmunum.

 

Á sunnudagskvöldið barst lögreglunni á Akranesi tilkynning um ökumann bifreiðar í annarlegu ástandi. Lögreglumenn á Akranesi og úr Borgarnesi svipuðust þegar eftir bifreiðinni og fundu hana skömmu síðar á leið frá Akranesi. Eftir nokkra eftirför á miklum hraða tókst að stöðva akstur bifreiðarinnar. Í bílnum var ökumaður við þriðja mann. Ökumaðurinn var að sögn lögreglu í annarlegu ástandi og var hann ásamt farþegum fluttur í fangageymslu á meðan akstur hans var til rannsóknar. Skömmu eftir að innbrotið í SHA uppgötvaðist kom í ljós við skoðun á eftirlitsmyndavélum að innbrotsþjófurinn líktist mjög ökumanninum.

 

Var hann því tekinn til yfirheyrslu og játaði greiðlega innbrotið. Einnig játaði hann innbrot í Hafnarfirði á dögunum. Í kjölfarið var gerð húsleit í íbúðarhúsi í Reykjavík þar sem talsvert fannst af varningi sem talinn er þýfi úr innbrotum og stendur rannsókn þess máls yfir.

 

Þjófurinn náði í innbrotinu á SHA að stela lyfseðlum og tókst honum að koma þeim í umferð. Voru stúlkur handteknar í Reykjavík þar sem þær reyndu að framvísa þeim í lyfjabúð.

 

Að sögn Jóns Sigurðar Ólasonar yfirlögregluþjóns á Akranesi telst innbrotið að fullu upplýst en syðra er unnið að rannsókn annarra þeirra mála er upp komu í kjölfar þess.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is