Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2006 06:50

Fertugsafmæli á Eyrarfjalli

Hægt er að ganga upp á Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð á nokkrum stöðum. Algengasta leiðin er að fara upp fyrir ofan Hallbjarnareyri. Þar er tvær götur í fjallinu, þar sem farið er upp á Kórkletta, Sneiðingsgata og Skarðsgata. Þegar upp er komið er farið út fjallið og að skarði sem kallast Strákaskarð. Sú ganga tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Þar er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Ganga á Eyrarfjall hentar fjölskyldum og börnum allt niður til 4-5 ára aldurs. 

 

Nítján manna hópur gekk á Eyrarfjall á miðvikudag í liðinni viku. Framan af degi var veðrið ekki ákjósanlegt til göngu á fjallið en veðurguðirnir sáu að sér og buðu göngugörpum upp á þurra fjallgöngu um kvöldið. Hvasst var á köflum, eða 27 metrar á sekúndu en ekkert setti göngugarpana 19 út af laginu en þeir höfðu komið að mislangan veg til þess að njóta útivistar saman. Göngustjóri var Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri á Sólvöllum í Grundarfirði.  Hún hefur í allmörg ár gengið á Eyrarfjall að kveldi 14. júní en það er afmælisdagur hennar, þennan dag varð Sigríður Herdís fertug og hélt upp hún því upp á afmælið á toppi Eyrarfjalls.

HSH hvetur félagsmenn sem og aðra landsmenn til að skoða þessa náttúruperlu og skrifa sig í gestabók sem staðsett er í póstkassa á Eyrarfjalli. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is