Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2006 07:09

Fyrstu orgeltónleikar sumarsins í Reykholtskirkju

Í sumar verða haldnir 7 tónleikar í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju þar sem leikið verður á orgel kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegur kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar frá Skáney en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgelsins. Aðgangseyrir, 1.500 krónur,  rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu.  Fyrstu tónleikarnir verða haldnir nk. laugardag, 24. júní klukkan 17. Þá leikur á orgelið Friðrik Vignir Stefánsson, fyrrum organisti í Grundarfirði.

 

Friðrik Vignir Stefánsson er fæddur á Akranesi 1962.  Hann lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akranesi 1983 og einleikaraprófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1987.  Kennarar hans á orgel voru Haukur Guðlaugsson, Fríða Lárusdóttir og Hörður Áskelsson. Á árunum 1988-2005 starfaði hann sem organisti og kórstjóri við Grundarfjarðarkirkju, sem og skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Friðrik Vignir hefur á síðustu árum haldið fjölda orgeltónleika bæði hérlendis og erlendis. Veturinn 2005-2006 var hann við orgelnám í Konunglega danska tónlistarháskólanum, þar sem kennari hans var Lasse Ewerlöf.

 

Á efnisskrá Friðriks Vignis eru orgelverk eftir J.S.Bach, Buxtehude, Bruhns, Pachelbel, auk sálmforleikja eftir Jesper Madsen, Magnús Blöndal Jóhannsson, Jón Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson.

 

Fyrrum orgel Dómkirkjunnar

 

Orgel kirkjunnar var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt“ og að hluta „pneumatískt“ (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd.

 

Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar.

 

Tónleikar sumarsins verða sem hér segir.

 

24. júní: Friðrik Vignir Stefánsson, orgeltónleikar

8. júlí: Hjónin Lenka og Pétur Maté, orgel-  og píanóleikar.

22. júlí: Douglas A. Brotchie, orgeltónleikar

5. ágúst: Hjónin Steingrímur Þórhallsson og Pamela De Sensi leika á orgel og flautu

12. ágúst: Jón Ólafur Sigurðsson og Kristín R. Sigurðardóttir, orgel og sópran.

19. ágúst: Marteinn H. Friðriksson, orgeltónleikar

26.ágúst: Guðmundur Sigurðsson, orgeltónleikar

Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholst www.reykholt.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is