Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2006 05:12

Kríuvarp hefur misfarist eða er seint á ferðinni

Krían er ekki farin að verpa á landinu enn sem komið er og hvað orsakar það er ekki vitað en flestir telja þó að fæðuskortur sé ástæðan. Kríuvarp hefur verið mikið við bæinn Kirkjuból í Innri Akraneshreppi undanfarin ár, nánar tiltekið í holtinu sem er við Hvalfjarðargangamunnann norðanmegin. Kristín Marísdóttir húsfreyja og bóndi á Kirkjubóli segist ekki vita hvað sé í gangi hjá kríunni, hópur kría hafi komið í vor en nú séu svotil allir fuglarnir farnir aftur, aðeins örfáar kríur eftir.

 

“Fyrir tveimur árum voru yfir þúsund kríupör hér í holtinu hjá mér, svo mikið af henni og mikið varp að ef ég ætlaði að gróðursetja í skógræktinni hjá mér varð ég að gera það áður en krían kom á vorin eða þegar hún var farin á haustin, svo mikið var af henni og hún aðgangshörð í varpi sínu. Í fyrrasumar gerðist eitthvað því þá sá ég aðeins einn fleygan kríuunga og pörunum hafði fækkað verulega”, sagði Kristín í samtali við Skessuhorn.

 

Telur Kristín varpið alls ekki ónýtt af mannavöldum, eggjataka hafi ekki verið stunduð í varpinu og ekki sé það ónýtt af ágangi annarra dýra eins og katta, ætið sé bara ekkert. Hún segist sakna kríunnar mjög, sér hafi fundist svo gaman að fylgjast með henni við pörun t.d. þegar hún flaug með síli og annað æti og tældi að sér maka með þeim hætti og eins þegar unga “greyin” voru að rembast við að skríða úr hreiðrunum og taka sín fyrstu flugtök. Kristín segir að yfirleitt hafi verið komnir ungar úr eggjum í kringum 17. júní. Nú sé þar ekkert af kríu miðað við það sem var fyrir tveimur árum og enginn fugl farinn að verpa. Segist hún sjá aðeins meira af hettumávi nú en venjulega og er mikill slagur milli hans og sílamávs um æti og tilurð í holtinu á Kirkjubóli og séu fuglarnir hreinlega að éta hver undan öðrum. Kristín gat þess að lokum að ungar væru komnir hjá veiðibjöllunni og sennilega væri hún hörðust af sér við aðstæður sem þessar.

 

Enn í ástarleikjum

Eitt mesta kríuvarp í Evrópu er við Rif á Snæfellsnesi. Skúli Alexandersson á Hellissandi sagði í samtali við Skessuhorn að enn væri krían ekki farin að verpa þar um slóðir ennþá og væri það óvenju seint. “Krían er ennþá í ástarleikjum og varpið þar af leiðandi ekki hafið ennþá og er því mun seinna á ferðinni en í venjulegu ári,” sagði Skúli.

 

Hvað veldur því að krían er mun seinni að verpa en venulega; ætisleysi, veðurfar eða aðrar orsakir skal ósagt látið, en fróðlegt verður að fylgjast með fuglinum á næstu vikum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is