Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2006 05:15

Skagamenn komnir á beinu brautina

Skagaliðið vann baráttusigur gegn Breiðabliki á Akranesi sl. fimmtudag. Liðið vann þar með sinn annan sigur í röð og ljóst að þungi fargi er létt af mönnum. Ef liðið sýnir áfram sömu baráttuna og það gerði í leiknum er ljóst að Skagamenn eru komnir á beinu brautina. Bjarni Guðjónsson skoraði stórglæsilegt mark sem kemur klárlega til greina sem mark sumarsins.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega þó bæði lið sköpuðu sér færi. Nokkuð jafnræði var með liðunum en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins setti ÍA mikla pressu á Breiðablik og ljóst var að Skagamenn ætluðu sér að komast yfir fyrir leikhlé. Það tókst hins vegar ekki og því var markalaust í hálfleik.

Bæði liðin komu dýrvitlaus út í seinni hálfleik og strax var ljóst að ekkert yrði gefið eftir. Breiðablik komst yfir á 65. mínútu og ljóst var að heimamenn þyrftu að bíta í skjaldarrendurnar. Það gerðu þeir líka svo um munaði því tveimur mínútum síðar skoraði Bjarni gull af marki. Eftir nokkurn barning í teignum barst boltinn út til hans og hann hamraði hann í netaði án þess að markvörður Blika kæmi nokkrum vörnum við.

Skagamenn voru hvergi nærri hættir og héldu áfram að sækja. Þeir uppskáru laun erfiðis síns á 75. mínútu þegar Ellert Jón Björnsson skoraði eftir frábæran undirbúning Arnars Más Guðjónssonar. ÍA átti fyllilega skilið að komast yfir og það sem eftir lifði leiks sótti liðið ákaft og var oft nálægt því að bæta við mörkum. Blikar misstu móðinn við seinna markið og voru smástund að koma sér aftur í gang, en lok leiksins einkenndust af sóknum á báða bóga.

Það er ekki að ósekju að Bjarni Guðjónsson var valinn maður 7. umferðar hjá fótbolti.net. Hann átti frábæran leik og setti inn stórkostlegt mark. Skagaliðið virðist loksins hafa fengið trú á því sem það er að gera, nokkuð sem hefur stundum skort í sumar.

Það er því vonandi að liðið haldi áfram á sömu braut, en næsti leikur verður nk. fimmtudag í Vestmannaeyjum. Skagamörkin, stuðningsmannahópur ÍA, verður með hópferð á leikinn og víst er að ekki veitir af að sýna liðinu stuðning á jafnerfiðum útivelli og Hásteinsvöllur er. Í það minnsta er ljóst að liðið þarf að sýna sömu baráttu og það gerði uppi á Skaga sl. fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is