Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2006 08:00

Mikil aðsókn að námi við LbhÍ

Mjög góð aðsókn er að námi við Landbúnaðarháskóla Íslands í ár og eru umsóknir hátt á annað hundrað talsins. Nemendur skólans á næsta skólaári verða um þrjú hundruð.

Þessa dagana er verið að meta hæfi umsækjenda, en talsverð aukning er á umsóknafjölda á milli ára og þarf að vísa frá á einstaka brautum. Flestar umsóknanna bárust í nám á umhverfisskipulagsbraut sem er fyrri hluti náms í landslagsarkítektúr og/eða skipulagsfræðum.  Sú námsbraut er ein nýrra námsbrauta við skólann, en einnig má nefna náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði og landgræðslu auk búvísinda sem kennd hafa verið á Hvanneyri allar götur síðan 1947.  Kennsla á háskólastigi og í búfræði fer fram á Hvanneyri en garðyrkja er kennd á Reykjum í Ölfusi.

 

Nokkuð af þessari auknu aðsókn eru nemendur sem stunda vilja fjarnám við skólann og fer hlutfall þeirra hækkandi. Engu að síður má reikna með auknum íbúafjölda á Hvanneyri þegar kennsla við skólann hefst í haust. Alls er nú boðið upp á nám á fjórum háskólanámsbrautum við Landbúnaðarháskólann, en einnig er kennt á fimm starfsmenntabrautum í búfræði og garðyrkju á framhaldsskólastigi. Þeim sem stunda meistaranám við skólann fer nú einnig fjölgandi og skólinn er annar tveggja háskóla á landinu þar sem boðið er upp á doktorsnám. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is