Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2006 08:56

Bráðaframkvæmdir í umhverfismálum ákveðnar

Nýkjörið bæjarráð Akraness ákvað á fyrsta fundi sínum sem haldinn var í síðustu viku að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ráðast sem fyrst í framkvæmdir við slitlagsútlögn á aðkeyrslu safnasvæðisins að Görðum, Lambhúsastíg, Ægisbrautarenda vestri og aðkeyrslu að Grundaskóla við Víkurbraut. Ennfremur á göngustíga samkvæmt nánara samráði við bæjarstjóra svo og undirbúning að lagningu nýs slitlags á Grenigrund.

Þá ákvað ráðið einnig að keyptir verði 10 bekkir sem komið verði fyrir í bænum og einnig verði bætt við 10 ruslafötum á almannafæri í bænum. Kostnaði sem hlýst af þessum framkvæmdum var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

Í bréfi sem sviðsstjórinn lagði fyrir bæjarráð kom fram að hann hafi rætt við fyrirtækið Malbik og völtun hf. um að taka að sér lagningu slitlagsins og það hafi hlotið jákvæðar undirtektir og geri forráðamenn fyrirtækisins ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is