Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2006 11:18

Ný veiðivöruverslun opnar á Akranesi

Veiðibúðin, ný veiðivöruverslun, opnaði á Skólabraut 37 á Akranesi á síðasta þriðjudag. Kristín Jónsdóttir rekur verslunina og starfar þar við afgreiðslu. Í versluninni má finna allt það helsta sem þarf í veiðiferðina. Kristín kveðst ætla að hafa til sölu sem mest úrval hverju sinni, með bæði ódýrar vörur og dýrari og vandaðari fyrir þá vandlátari. Í versluninni má finna vöðlur, veiðihjól, veiðistangir, veiðifatnað, töskur og flest alla fylgi- og smáhluti í veiðina. Einnig er Kristín að afla sér leyfis til skotsölu og vonast hún til að þau verði komin í verslunina fyrir skotveiðitímabilið síðla sumars.

 

Fyrir Kristínu er það alveg nýtt að reka verslun og starfa þar, en henni fannst þessa þjónustu vanta á Akranesi og fannst henni það ekki ganga að fólk þyrfti að aka til Reykjavíkur eða í Borgarnes til að nálgast vörur af þessu tagi. Sjálf hefur hún mikinn áhuga á veiði og stundar sjóstangveiði töluvert. Verslunin er opin þriðjudaga til fimmtudaga frá klukkan 12-18 og ætlar hún að gera tilraun með laugardagsopnun frá klukkan 10-14. Kristín segir viðbrögð bæjarbúa vera frábær, allir sem í búðina koma séu ánægðir með að fá verslun sem þessa í bæinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is