Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2006 01:00

Hálft hundrað kvenna í Eldreið

Áratuga hefð er fyrir því að kvenfélagskonur úr Reykholtsdal söðli klára sína og fari í svokallaða Eldreið. Nafn sitt dregur ferð þessi af eldríðarmessu skv. eldgömlu tímatali en hana ber upp á 23. júní og er ferðin farin sem næst þeim degi. Messa þessi er til minningar um Eldríði abbadís sem stofnaði klaustur í Ely á Englandi á 7. öld. Líklegt verður að teljast að kvenfélagskonur hafi á sínum tíma einnig valið tímasetninguna með hliðsjón af því að þokkalega ratbjart er fram á nótt, en munnmælasögur segja að einhverntíman hafi eitthvað dregist að síðustu konur skiluðu sér alla leið heim að ferð lokinni. Stundum hafa eiginmenn riðið til móts við konur sína þegar þær eru væntanlegar úr ferðalagi þessu og hafa gárungarnir kallað það ferðalag Öskureið.

 

Að þessu sinni var mæting með besta móti í Eldreiðina og var farið sl. laugardag frá Húsafelli í blíðskapar veðri þar sem alls um 50 konur voru mættar, ekki einungis úr Reykholtsdal heldur mörgum nágrannasveitum. Riðið var af stað frá Húsafelli um hádegisbil eins og leið liggur niður gömlu Húsafellsleiðina þar sem vegurinn fer margsinnis yfir Reykjadalsá, áð hjá Giljum og snætt nesti. Þaðan lá leiðin áfram niður Hálsasveit og Reykholtsdalinn að sunnanverðu og í félagsheimilið Logaland þar sem velgjörðir biðu kvennanna. Jafnstór og föngulegur hópur kvenna ku sjaldan hafa sést saman kominn ríðandi í sveitinni hin síðari ár.

 

Fleiri myndir úr Eldreið birtast í prentútgáfu Skessuhorns í þessari viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is