Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2006 01:16

Sameiningarviðræður starfsmannafélaga ganga vel

Viðræður um sameiningu Starfsmannafélags Akraness (STAK) og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar standa yfir og á fimmtudag munu stjórnir félaganna hittast öðru sinni og ræða fyrirkomulag sameiningarinnar. Formaður STAK segir nauðsynlegt að kraftur verkalýðsfélaga beinist að því að bæta kjör félagsmanna en ekki að senda athugasemdir milli einstakra félaga. Hann segir að sameining við Verkalýðsfélag Akraness hafi ekki komið til álita.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur STAK óskað eftir sameiningu félagsins við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Með því telur stjórn félagsins að kjör félagsmanna batni þar sem Reykjavíkurborg greiði hærri laun en önnur sveitarfélög. Verkalýðsfélag Akraness óskaði á sínum tíma eftir viðræðum um hugsanlega sameiningu við Stak en þeim óskum var hafnað. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í samtali við Skessuhorn fyrir skömmu að eðlilegra hefði verið að menn stæðu saman í héraði með því að sameina þessi tvö verkalýðsfélög áður en leitað yrði sameiningar til Reykjavíkur.

 

Valdimar Þorvaldsson formaður STAK segir viðræður við Starfsmannfélag Reykjavíkurborgar ganga vel og á fimmtudag verði haldinn annar formlegi fundur stjórna félaganna um sameiningarmálin. Hann segir ekkert óvænt hafa komið uppá í viðræðunum og kveðst því ekki sjá annað en að af sameiningu geti orðið.

 

Valdimar vill sem minnst tjá sig um gagnrýni formanns Verkalýðsfélags Akraness. „Mín skoðun er sú að forystumenn verkalýðsfélaga eigi að einbeita sér í störfum sínum að bættum hag félagsmanna en ekki að vera að senda athugasemdir á milli félaga. Það var álit félagsmanna í STAK að af sameiningu við Verkalýðsfélag Akraness gæti ekki orðið af þeirri ástæðu að það hefði ekki bætt hag félagsmanna. Við höfum horft á að félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akraness hefur verið að fækka. Væntanlega hafa menn ekki gengið í önnur félög til þess að rýra sín kjör,“ segir Valdimar.

 

Aðspurður hvort ekki hefði verið sterkara að mynda öflugt félag í héraði eins og formaður Verkalýðsfélags Akraness nefndi segir Valdimar að atvinnusvæði séu alltaf að stækka og skipulag verkalýðsfélaga sé að taka mið af því. Því sé ekkert óeðlilegt að leitað sé eftir samstarfi við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. „Þau orð formanns Verkalýðsfélags Akraness um öflugt félag í héraði vekja hins vegar sérstaka athygli mína í ljósi þess að nýlega varð til mjög öflugt Stéttarfélag Vesturlands. Þar vildi formaður Verkalýðsfélags Akraness ekki koma að málum þannig að þar stangast á orð og athafnir,“ segir Valdimar að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is