Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2006 07:44

Ekki er allt sem sýnist í símakostnaði

Á undanförnum árum hefur skipulag fjarskiptamarkaðarins tekið miklum stakkaskiptum eins og allir vita. Ekki eru mörg ár liðin síðan gömlu góðu heimasímarnir voru einu fjarskiptatæki flestra landsmanna. Aðeins eitt símafyrirtæki var til staðar og símreikningar bárust á þriggja mánaða fresti. Með aukinni tækni hafa landsmenn varið æ stærri hluta dagsins í símanum. GSM símar eru nú flestra eign og svo virðist sem lífsnauðsynlegt sé að tala í þá lungann úr deginum. Að ekki sé nú talað um blessað Internetið. Fyrirtækjum hefur farið fjölgandi sem selja fjarskiptaþjónustu og hvert gylliboðið rekur annað til almennings. En hvað kostar að tala í síma? Skyldu margir fylgjast með því hvernig símreikningurinn, sem nú kemur ekki sjaldnar en mánaðarlega, skiptist?

 

Flestir hafa ennþá í sinni þjónustu heimilissíma sem tengdur er við fastlínukerfið. Hann er ekki dýr í notkun ef hringt er í annan heimilissíma. Hver mínúta í slíku símtali kostar vel innan við tvær krónur hjá símafyrirtækjunum sé hringt innan sama símafyrirtækis. Upphæðin hækkar uppundir tvær krónur ef hringt er milli símafyrirtækja. Sé hins vegar hringt úr heimasíma í GSM síma breytast tölur fljótt. Skyldu margir gera sér ljóst að við það margfaldast kostnaðurinn eða níu til tólffaldast. Upphæðin sem var 1,65 krónur á mínútuna getur því farið í tæpar 20 krónur við það eitt að hringja í GSM síma hjá öðru símafyrirtæki.

 

Að hringja úr GSM síma í annan slíkan hjá sama símafyrirtæki er ódýrast en þó margfalt dýrara en milli heimasíma. Skyldu margir vita að dýrara er að hringja úr GSM síma í heimasíma en milli GSM síma? Við það að hringja úr GSM síma í annan slíkan hjá öðru símafyrirtæki þá tvöfaldast kostnaðurinn. Hann er þá í sumum tilfellum orðinn 22 krónur á mínútu.

Fjölskrúðugar sparnaðarleiðir eru síðan í boði sem án efa nýtast mörgum. Lykilatriði er þó í þessu efni að vita hvenær hringt er milli fastlínukerfis og GSM kerfis og hvenær hringt er milli símafyrirtækja. Með því móti er hægt að spara umtalsverðar upphæðir. En fyrst og fremst má segja að ástæða sé fyrir almenning og stjórnendur fyrirtækja að kaupa sundurliðun á símtalanotkun og fylgjast þannig með því hvernig kostnaður við þessa leið fjarskipta skiptist. Öðruvísi en að vita það er ekki hægt að stýra símakostnaði hafi menn áhuga á að spara á því sviði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is