Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2006 07:46

Faxaflóahafnir styrkja björgunarsveitir

Á aðalfundi Faxaflóahafna, sem haldinn var sl. föstudag, afhenti fráfarandi stjórnarformaður Faxaflóahafna, Árni Þór Sigurðsson, þremur björgunarsveitum styrki. Björgunarsveitin Ársæll og Björgunarfélag Akraness fengu hvort félag styrk að upphæð kr. 500.000 og björgunarsveitin Brák í Borgarnesi kr. 200.000. Í stefnumörkun Faxaflóahafna er töluvert lagt upp úr útgerð smábáta, aðstöðu fyrir sjósport og ferðaþjónustu ýmiss konar. Í því samhengi er mikilvægt að öryggismál séu með sem besta móti. Þessar björgunarsveitir hafa lagt mikið á sig við að eiga sem bestan útbúnað til þess að sinna björgunarmálum á starfssvæði Faxaflóahafna.

 

Á svæði þessara sveita eru tvær af stærstu höfnum Íslands, Reykjavíkurhöfn og Grundartangahöfn, ásamt Akraneshöfn og Borgarneshöfn.  Þessar björgunarsveitir hafa yfir að ráða fjórum slöngubátum, þremur harðbotnabátum og einu björgunarskipi. Vel þjálfaðar áhafnir eru til staðar á þessa báta auk vel búinna kafarahópa. 

 

Á myndinni eru Sæunn Ósk Kjartansdóttir Ársæl, Ásgeir Sæmundsson Brák, Ásgeir Kristinsson Björgunarfélagi Akraness og Árni Þór Sigurðsson Faxaflóahöfnum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is