Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2006 01:30

Íbúar á Hvanneyri verða þúsund eftir fimm ár

Eins og greint var frá í Skessuhorni í liðinni viku er aðsókn að námi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að stóraukast. Umsóknir um námsvist næsta haust eru hátt á annað hundrað talsins og ljóst að nemendur á næsta skólaári verða um 300. Af þessum sökum er nú mjög mikil ásókn í húsnæði sem Nemendagarðarnir á Hvanneyri hafa til ráðstöfunar og er ljóst að ekki verður unnt að verða við öllum óskum umsækjenda um íbúðarhúsnæði á staðnum.

 

Vegna þessarar miklu ásóknar í nám við skólann hefur stjórn NGH ákveðið að fara út í frekari framkvæmdir við nýbyggingar og verður stefnt að rúmlega tvöföldun á fjölda leigurýma á vegum félagsins á næstu tveimur árum, en í dag eru þau 86 talsins. Til viðbótar því er stefnt að byggingu um 50 leigurýma árin 2009 og 2010. Í lok árs 2010 er þannig áætlað að heildarleigurými NGH verði um 220 talsins. Varlega áætlað verður fjárfestingarkostnaður vegna nýs húsnæðis á staðnum á annan milljarð króna næstu 2-3 ár.

 

Stór hluti nemenda við námsbrautir LbhÍ er ungt fjölskyldufólk sem í mörgum tilfellum á ung börn. Því er ljóst að fyrirsjáanleg aukning nemenda á staðnum mun kalla á hraða uppbyggingu og ný úrræði sveitarfélagsins Borgarbyggðar í dagvistunarmálum ungra barna sem og barna á grunnskólaaldri á Hvanneyri.  

 

Undanfarið ár hafa íbúar á Hvanneyri verið 300-400 talsins og hefur fjölgað jafnt og þétt. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ segist reikna með að árið 2011 verði nemendur skólans orðnir um 500 talsins og þar af langstærstur hluti þeirra í staðnámi. “Þessi fjöldi nemenda þýðir að innan 5 ára sjáum við að Hvanneyrarstaður verður orðinn eitt þúsund manna þorp og því er ljóst að þessu fylgir bæði gjörbreyting á nýtingu núverandi húsnæðis á staðnum sem og verulegar nýframkvæmdir. Þegar er byrjað að breyta eldra heimavistar- og skólahúsnæði til að þjóna auknum nemendafjölda og breyttum kröfum skólahalds. Við þurfum að hraða verulega allri uppbyggingu á staðnum enda er ljóst að mikil eftirspurn er eftir námi við nýjar námsbrautir. Auk þess höfum við verið að efla okkur á sviði nýrra verkefna og rannsóknarstarf er einnig veigamikill þáttur í starfi LbhÍ,” segir Ágúst Sigurðsson.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns á liðnum vikum eru miklar ákvarðanir sem bíða sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð m.a. vegna óska frá Bifröst um uppbyggingu skólamannvirkja og annarrar þjónustu þar vegna fyrirhugaðs vaxtar Viðskiptaháskólans. Miðað við þessar nýjustu áætlanir um uppbyggingu tengda Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og aukinni þörf þar fyrir dagvistunar- og skólahúsnæði, er ljóst að sveitarstjórnarmanna í hinu sameinaða sveitarfélagi Borgarbyggð bíður erfitt úrlausnarefni til að mæta vaxandi kröfum beggja háskólaþorpanna í héraðinu um þjónustu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is