Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2006 08:12

Margir á faraldsfæti sérstaklega um helgar

Svo virðist sem landsmenn hafi rækilega verið farnir að þrá gott veður á Vesturlandi því umferð var mikil alla helgina á þjóðvegunum. Á föstudag og sunnudag mynduðust langar biðraðir í gjaldskýli Hvalfjarðarganganna og gekk umferð hægt. Mikil var um viðburði á svæðinu um helgina sem toguðu til sín gesti og lék veðrið við menn og málleysingja á öllum þessum samkomum. Fjöldi fólk safnaðist t.d. saman á knattspyrnumótum í Borgarnesi og á Akranesi, í Húsafelli og Fossatúni í Borgarfirði og víðar á ferðamannastöðum á Vesturlandi. Samkomur þessar gengu þó stórslysalaust fyrir sig.

 

Umferðin var ekki með öllu óhappalaus og nokkrar bílveltur urðu í umdæmi Borgarneslögreglu. Lítil sem engin meiðsl urðu á fólki en bílar eru mikið skemmdir. T.d. valt hjólhýsi skammt frá afleggjaranum að Urriðaá á Mýrum og tók með sér bílinn sem valt. Við Laxá í Leirársveit valt nýleg jeppabifreið sem varð fyrir vöruflutningabíl sem hjólbarði hafði sprungið á. Ökumaður var einn í bílnum sem valt en slapp án meiðsla, bíllinn er hinsvegar ónýtur.

 

Yfirvöld hvetja landsmenn til að sýna varúð og tillitssemi í umferðinni á komandi dögum enda búist við að margir verði á faraldsfæti, t.d. á Landsmót hestamanna í Skagafirði, Færeyska daga í Ólafsvík og á fleiri staði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is