Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2006 08:23

Sundfólk af Skaganum meðal fremstu í landinu

Efnilegur hópur sundfólks frá Akranesi stóð sig frábærlega vel á Aldurflokkamóti Íslands í sundi (AMÍ) sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Mótið er stærsta mót ársins fyrir flesta yngri sundmenn en þátttökurétt á því öðlast aðeins sterkustu sundmenn landsins í hverjum flokki.  Sundfélag Akraness átti stóran hóp sem hafði náð lágmörkum á mótið og náði félagið þriðja sæti í stigakeppni félaga, á eftir heimamönnum í ÍRB og sundfélaginu Ægi. Ungmennin voru öll að synda geysilega vel og margir bættu tíma sína verulega á mótinu enda samkeppnin mikil og stemningin góð í hópnum.

 

Hrafn Traustason var valinn sundmaður mótsins í drengjaflokki og ekki að ástæðulausu því hann setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í drengjaflokki og hjó nærri tveimur öðrum Íslandsmetum. Hrafn bætti metið sem Gunnar Steinþórsson, UMFA setti á sama móti árið 1998. Þá setti hann fjögur Akranesmet og kom heim með alls átta gullverðlaun og fjögur silfur. Aðrir sundmenn frá Akranesi voru einnig að gera það mjög gott. Salóme Jónsdóttir vann tvö sund og setti Akranesmet í þeim báðum. Aðrir aldursflokkameistarar úr röðum SA urðu þeir Jón Þór Hallgrímsson, Rúnar Freyr Ágústsson, Ágúst Júlíusson og Leifur Guðni Grétarsson.

Boðsundssveitir strákanna náðu einnig glæstum árangri en sveinarnir unnu tvö gullverðlaun og ein silfurverðlaun, drengjasveitin vann þrjú gullverðlaun og í flokki pilta unnu Skagastrákarnir þrjú silfurverðlaun. Allar þessar sveitir settu að auki eitt Akranesmet.

 

Þess má einnig geta að Leifur Guðni Grétarsson var valinn í hóp sem keppir fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti æskunnar sem fram fer dagana 8. – 9. júlí nk. og þau Sigrún Eva Ármannsdóttir, Inga Elín Cryer, Guðmundur Brynjar Júlíusson og Birgir Viktor Hannesson syntu sig inn í unglingahóp Sundsambands Íslands.

 

Um næstu helgi er svo Bikarkeppnin í sundi en þar eiga Skagamenn lið í fyrstu deild. Miðað við glæsilegan árangur helgarinnar má gera ráð fyrir góðum árangri, en á síðasta ári hafnaði Sundfélag Akraness í 5 sæti.

 

Á myndinni er hinn knái sundmaður; Hrafn Traustason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is