Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2006 11:55

Ung stúlka bjargar haferni í Grundarfirði

Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur sýndi mikið áræði þegar hún um tíuleitið í gærkvöldi handsamaði haförn sem hún sá hrapa í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Sigurbjörg Sandra var ein á hesti sínum á ferð þegar hún sá örninn falla í lónið. Í stað þess að bíða eftir aðstoð, eða láta aðra vita af erninum, óð hún út í lónið og handsamaði fuglinn, kemur honum upp á bakkann og síðan upp á veg. Þar heldur hún fuglinum og bíður í á annan klukkutíma þar til fyrsti vegfarandi kemur að og sér til hennar. Það var Valgeir Magnússon, verkstjóri í áhaldahúsi bæjarsins sem fyrstu kemur Sigurbjörgu til aðstoðar og saman færa þau örninn í búr.

 

Sigurbjörg Sandra og starfsmenn Grundarfjarðarbæjar óku síðan í nótt með örninn til aðhlynningar á Náttúrufræðistofnun í Reykjavík en þaðan er svo ráðgert að flytja hann í endurhæfingu í Húsdýragarðinum áður en honum verður sleppt. Talið er líklegt að örninn hafi náð sér í grút og það hafi skert flughæfni hans.

 

Sigurbjörg Sandra barðist við fuglinn í nokkurn tíma áður en hjálp barst. Nokkuð sér á henni eftir átökin og er hún nokkuð lemstruð. Meðal annars náði örninn að læsa klónum í læri hennar. Engu að síður sýndi stúlkan mikið áræði með því að handsama fuglinn og bíða svo lengi þar til henni barst hjálp. Ýmsir, þó eldri væru, hefði ekki þorað að snerta svo stóran og grimman fugl, konung íslenskra fugla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is