Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2006 01:57

Jökulhöfði varð fyrir valinu sem ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Teiknistofan Arkís ehf. í Reykjavík kom sá og sigraði í hönnunarsamkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi með framúrstefnulega hönnun húss, undir nafninu Jökulhöfði. Húsið kemur til með að þjóna hlutverki þjóðgarðsmiðstöðvar, sem móttökustaður fyrir ferðamenn og starfsmannaaðstaða þjóðgarðsins. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á fimm ára afmælishátíð þjóðgarðsins í gær í grunnskólanum á Hellissandi. Það voru þau Jónína Bjarmarz, umhverfisráðherra og Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar sem tilkynntu úrslitin og afhentu hönnuðum hússins milljón króna peningaverðlaun en þeir eru: Birgir Teitsson, Arnar Þór Jónsson, Edda Kristín Einarsdóttir, Sara Axelsdóttir og Þröstur Geir Árnason.

 

Í öðru sæti lenti Hallgrímur Þór Sigurðsson, Thomas Bonde Hansen og Sigurður Hallgrímsson með sína tillögu. Peningaverðlaun og viðurkenningar voru einnig veittar fyrir athyglisverðar tillögur í þakklætisskyni fyrir þátttöku í samkeppninni.

 

Jökulhöfðinn verður ekki aðeins bygging. Hann verður gönguleið, útsýnisstaður og iðandi miðpunktur menningar- og útilífs. Hvað form, lögun og nýtingu varðar þá sækir hann innblástur í dýraríkið, mannlífið og landslagið og er ætlað að styrkja þau hughrif sem gestir upplifa við dvöl sína á staðnum.

Byggingin, sem verður um 765 fermetrar að flatarmáli, verður byggð úr tré og stálgrind og að forminu til skiptist hún í þrennt. Í fyrsta lagi er það Fiskbeinið sem verður klætt lerki og hýsir meðal annars skrifstofur starfsfólks. Í öðru lagi er það Þjóðvegurinn sem er gönguleið upp á bygginguna að útsýnishöfða með sjónskífu það sem sýn verður óskert til jökuls, lands og hafs. Einnig liggur Þjóðvegurinn sem gönguleið í gegnum bygginguna sjálfa. Þriðji hlutinn er Jökulhöfðinn sem er klæddur Corten stáli sem er þeim eiginleika gætt að það ryðgar aðeins lítillega og skapar þau áhrif að samhljómur myndast með árstíðunum og litaafbrigðum.

 

Þjóðgarðsmiðstöðin mun rísa þar sem bærinn Hjarðarholt stóð á árum áður, nálægt Sjómannagarðinum á Hellissandi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, sagði í ávarpi sínu á afmælishátíðinni að það væri ekki nóg að hafa teikningu, það þyrfti einnig fjármagn til að byggja. “Ég hef þá trú að við öll sem hér erum hér í dag munum beita okkur fyrir því að það fjármagn sem til þarf fáist,” sagði Kristinn. Nú fer af stað það ferli að úvega fjármagn, ljúka endanlegri hönnun hússins sem og samningaferli við hönnuði hússins en það er draumasýn landvarða og annarra starfsmanna þjóðgarðsins að þjóðgarðsmiðstöðin verði risin eftir tvö ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is