Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2006 04:37

Ekki verið að leggja niður fiskimjölsverksmiðjuna á Akranesi

Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda hf. segir ekki verið að leggja niður starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akranesi. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í dag var tveimur starfsmönnum verksmiðjunnar sagt upp störfum í dag. Eggert segir að þarna sé um að ræða starfsmenn sem unnið hafa við vigtun afla. Þar sem starfsemin verksmiðjunnar sé sveiflukennd hafi verið tekin sú ákvörðun að semja um þennan verkþátt í verktöku og því hafi umrædd störf innan fyrirtækisins verið lögð niður.

 

Þar sem eftir uppsagnirnar verður einungis einn starfsmaður í verksmiðjunni hafa spurningar vaknað hvort verið sé að leggja starfsemi hennar niður. Eggert segir það af og frá. Hann bendir hins vegar á að ýmsir ytri þættir hafi verið starfseminni á Akranesi andsnúnir. Sumarloðnuveiðar hafi brugðist og kolmunni veiðst á þeim slóðum að mun hagkvæmara sé að vinna hann í verksmiðju fyrirtækisins á Vopnafirði. „Við þurfum í okkar rekstri að bregðast við sveiflum í náttúrunni og því miður hefur það kallað á samdrátt í verksmiðju okkar á Akranesi. Sagan segir okkur hins vegar að slíkt getur breyst á skömmum tíma“ segir Eggert.

 

Á dögunum lokaði frystihús fyrirtækisins á Akranesi og verður það lokað í fimm vikur. Eggert segir þá lokun hafa verið ákveðna með löngum fyrirvara og mið hafi verið tekið af því við ráðningar á sumarafleysingafólki. Hann segir að í frystihúsinu á Akranesi fari fram öll landvinnsla á þorski og hagkvæmara hafi þótt að haga vinnslunni þannig að vinnsla lægi niðri um fimm vikna skeið. Þá segir hann að á meðan á sumarlokuninni stendur muni nokkrir starfsmanna fyrirtækisins starfa hjá Norðanfiski á Akranesi sem HB Grandi á hlut í.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is