Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2006 02:16

Segja markaðinn gera ráð fyrir að HB Grandi hf. verði leyst upp á næstunni

Fyrirtækjagreining Landsbanka Íslands segir í nýrri greiningu á rekstri HB Granda hf. að markaðurinn geri ráð fyrir að félagið verði leyst upp.  Þetta er niðurstaða verðmats fyrirtækjagreiningarinnar á félaginu. Segir í henni að hluthafar félagsins yrðu betur staddir í dag ef fyrirtækið yrði leyst upp og eignir þess seldar heldur en halda áfram óbreyttum rekstri. Stjórn félagsins óskaði í gær eftir því að hlutabréf félagsins verði sem fyrst skráð á svonefndan isec markað Kauphallar Íslands og um leið afskráð af aðallista Kauphallarinnar.

 

Í greinargerð með þessari ósk til Kauphallarinnar segir að það sé eindregin ósk forráðamenna félagsins að viðskipti með hlutabréf þess haldi áfram að eiga sér stað á heilbrigðum markaði. „Það er hins vegar mat þeirra, að eins og eignarhaldi á félaginu er nú háttað sé þeim óhægt um vik að varna því, að félagið kunni að verða tekið af markaði,“ segir orðrétt í greinargerðinni og er þar vísað til áðurnefndrar greiningar Landsbankans.

 

Hvað gerir KB banki?

 

Að undanförnu hefur KB banki aukið mjög hlut sinn í HB Granda og á nú um fjórðungshlut að talið er. Um það segir m.a. í greiningu Landsbankans: „Spurningar hljóta að vakna hvað vaki fyrir Kaupþing banka. Ólíklegt verður að teljast að

Kaupþing ætli sér að eiga hlut sinn til lengri tíma. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni, í fyrsta lagi má hugsa sér að KB banki hafi verið að auka við hlut sinn til að búa sér til stöðu til að þvinga fram upplausn á félaginu, í öðru lagi er hugsanlegt að bankinn ætli sér að selja hlutinn til aðila sem hefur áhuga á að ná ráðandi stöðu í félaginu og í þriðja lagi er mögulegt að hugmyndin sé að þvinga núverandi meirihluta eigendur til að kaupa hlutinn af Kaupþing banka og í framhaldinu afskrá félagið úr Kauphöllinni til að koma í veg fyrir upplausn.“

 

Ávinningur sameiningar ekki kominn fram

 

Í greiningunni segir að rekstur HB Granda beri þess merki að ytri rekstrarskilyrði sjávarútvegs hafi verið erfið á síðustu árum og þá hafi sá ávinningur sem fjárfestar vonuðust eftir í kjölfar sameiningar enn ekki komið fram. Framlegð félagsins hafi dregist saman og samanburður við önnur stór íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sé félaginu óhagstæður.

 

Of mikill launakostnaður?

 

Í greiningunni er farið yfir nokkra þætti í rekstri fyrirtækisins og meðal annars launakostnaðinn. Þar segir meðal annars: „Hærri launakostnaður en hjá samkeppnisaðilunum virðist vera að skýra lakari framlegð að stóru leyti en þegar launakostnaður sem hlutfall af veltu er borinn saman milli félaga kemur í ljós að launakostnaður HB Granda var um 41% af veltu á meðan hlutfallið var um 25% hjá

hinum fyritækjunum. Vekur jafnframt athygli að launakostnaður HB Granda eykst um 16% milli áranna 2004 og 2005 á sama tíma og starfmannafjöldi stendur í stað. Hluta af þessum kostnaðarauka má skýra með breytingum á yfirstjórn félagsins sem gerðar voru í febrúar 2005. Að okkar mati er einkum tvennt sem skýrir hlutfallslega hærri launkostnað hjá HB Granda í samanburði við hin fyrirtækin. Í fyrsta lagi er HB Grandi þyngstur í landvinnslu af félögunum fimm sem eru hér til skoðunar. Þetta á sérstaklega við bolfiskvinnslu sem er mun mannfrekari en uppsjávarvinnsla, en HB Grandi vinnur hlutfallslega meiri bolfisk en samanburðarfyrirtækin. Í öðru lagi virðist sem ekki enn hafi tekist að samþætta rekstur félagsins nægilega vel eftir að Haraldur Böðvarsson, Grandi og Tangi runnu saman í eina heild. Laun sem hlutfall af veltu hafa haldist nánast óbreytt seinustu þrjú árin eða í kringum 40% af veltu, en það hlutfall hefur ekki lækkað þrátt fyrir aukin umsvif og hagstæðari aflasamsetningu.“

 

Þriggja milljarða verðmæti í lóðum í Reykjavík

 

Í greiningunni er fjallað um verðmæti ýmissa eigna fyrirtækisins. Í ljósi mikillar umræðu um staðsetningu landvinnslu félagsins er athyglisvert að sjá að verðmæti lóða félagins í Reykjavík gæti numið allt að þremur milljörðum króna gæti félagið selt þær án kvaða. Í dag eru kvaðir um að á þeim sé hafnsækin starfsemi og á meðan svo er gæti verðmæti þeirra verið 1,2-1,5 milljarðar króna. Þetta eru margfaldar þær upphæðir sem svipaðar lóðir væru falar á öðrum stöðum svo sem á Akranesi.

 

Dregur til tíðinda?

 

Í niðurstöðu matsins segir að fyrirtækið sé meira virði ef það yrði leist upp og eignir þess seldar, heldur en það er í óbreyttum rekstri. „Þetta er áhugaverð niðurstaða í ljósi þess að almennt er gengið út frá því að fyrirtæki séu meira virði í rekstri en sem summa allra hluta. Eins og staðan er í dag er eignarhald á HB Granda þröngt og vekur vaxandi eignarhlutur Kaupþings banka athygli. Við reiknum með að það muni draga til tíðinda hjá HB Granda á næstu misserum.“

 

Það skal ítrekað að framansagt er einungis skoðun greiningardeildar Landsbanka Íslands og ekki hafa neinar fréttir borist af því að til standi að leysa félagið upp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is