02. ágúst. 2006 06:55
Á fundi hreppsnefndar Hvalfjarðarsveitar sl. mánudag var kynnt niðurstaða ársreiknings Innri Akraneshrepps fyrir árið 2005. Þar kemur fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins var jákvæð um 1,5 milljónir króna á árinu en skv. fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 6,7 m.kr tapi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok var 300 milljónir króna.