Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2006 07:11

Varabíll Strætó bilaði í tvígang

Reglubundnar ferðir Strætó bs hófust um síðustu áramót á milli Reykjavíkur og Akraness. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum hefur þessi ferðatilhögun mælst vel fyrir og sífellt fleiri vilja nýta sér ferðirnar. Almenn ánægja er því með þetta tilraunaverkefni bæði hjá forsvarsmönnum Strætó bs sem og þorra farþegar. Síðastliðinn mánudag brá þó svo við að rúta sem notuð var í legginn Mosfellsbær – Akranes bilaði í tvígang og leiddi það til seinkunar ferðar og bilunar síðar í sömu ferð. Þegar á Akranes var komið, klukkutíma of seint, sátu farþegar fastir inni í bílnum þar sem hann var rafmagnslaus og ekki reyndist hægt að opna hurðir til að hleypa farþegunum út.

 

Fastakúnni Strætó, búsettur á Akranesi sem síður vill láta nafns síns getið, sagði í samtali við Skessuhorn að atvik þetta hafi verið óþægilegt og segist viðkomandi reyndar hafa of oft lent í töfum í ferðum áætlunarbílanna. Viðkomandi segist hafa kvartað til Strætó áður.

 

Skessuhorn leitaði til stjórnenda Strætó bs og varð Hörður Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir svörum. Sagði hann að umrætt tilvik sl. mánudag hafa verið einangrað tilfelli og vildi hann ekki kannast við að ítrekað væri um að ræða bilun í áætlunarbílum eða seinkun ferða á þessari leið. “Við höfum nýlega bíla í akstri á þessari leið; Mosfellsbær – Akranes, en síðastliðinn mánudag brá svo við að aðalbíllinn sem notaður er fór í reglubundið eftirliti og varabíll sem notaður var bilaði í tvígang sama daginn. Við höfum ekki orðið varir við mikið af kvörtunum frá farþegum frá og til Akraness. Almennt geta farþegar kvartað bæði með að hringja í stjórnstöð okkar eða senda fyrirspurn á netinu en það eru mjög fáar kvartanir sem borist hafa vegna þessara ferða á Akranes,” segir Hörður.

Hann segir að fjölda farþega með Strætó frá Akranesi vera á þriðja hundrað talsins á virkum dögum og sé það talsvert meira en áætlanir gerðu ráð fyrir áður en aksturinn hófst um liðin áramót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is