05. ágúst. 2006 10:25
Opna SM mótið verður haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi á morgun. Ræst verður út frá klukkan 9:00 til klukkan 12:30. Leikin verður höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Glæsileg nándarverðlaun á öllum par þrjú brautum. Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28, auk verðlauna fyrir efstu sætin.