Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2006 01:33

Akraneskaupstaður vill yfirtaka málefni aldraðra

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í gær var samþykkt að fela bæjarstjóra að rita ríkisvaldinu bréf um möguleika á því að bærinn yfirtaki málefni aldraðra. Bæjarfélagið hefur áður lýst yfir vilja sínum á því að yfirtaka málaflokkinn að undangengnum samningum þar að lútandi og nauðsynlegum lagabreytingum. Á hausti komanda verður ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga haldin á Akureyri og er viðbúið að málefni aldraðra og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í þeim efnum verði rædd þar.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að það sé ríkur vilji hjá fulltrúum allra flokka til að taka vel á málefnum aldraðra. Hann segir að undanfarið hafi verið tilraunaverkefni í gangi á Akureyri og Hornafirði um rekstur sveitarfélaga á málaflokknum og þau hafi gengið mjög vel. Það sé því eðlilegt að stíga skrefið til fulls að öllum skilyrðum uppfylltum. Fulltrúar ríkisvaldsins hafi undanfarið lýst yfir vilja sínum til samninga í þessum efnum og því sé ekki nema eðlilegt að rita þeim bréf til að kanna hvar landið liggur.

 

Aðspurður segir Gísli að ferlið geti tekið langan tíma og allir verði að vera sáttir við niðurstöðu samninga. Í því sambandi minnir hann á hve færsla grunnskólans yfir til sveitarfélaganna tók langan tíma. Gísli segir það skemmtilega tilviljun að ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga verði á Akureyri í haust. “Ég var fyrir nokkrum árum fulltrúi ríkisvaldsins á ráðstefnu Sambandsins á Akureyri og þá var stórt skref stigið í færslu grunnskólanna til sveitarfélaganna. Það væri því sögulegt ef aftur yrði stigið stórt skref í færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga á ráðstefnu Sambandsins á Akureyri.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is