04. ágúst. 2006 07:41
Bruninn sem varð við Síldarverksmiðjuna á Akranesi í dag er fjórði bruninn sem upp kemur utanhúss á Akranesi í sumar. Fyrr í sumar kom eldur upp í brettastæðu við Sementsverksmiðjuna, kveikt var í við birgðageymsluhús Olís og í byrjun júlí brann áhaldahús vinnuskólans í bænum til kaldra kola. Þessir brunar eru enn óupplýstir. Lögreglan á Akranesi telur að um íkveikju sé að ræða í öllu þessum brunum sem og í dag, brennuvargur sé greinilega á ferðinni í bænum og aðeins tímaspursmál hvenar verður stórslys á fólki, náist hann ekki hið fyrsta. Lögreglan á Akranesi biður alla þá er einhverjar upplýsingar hafa um þessa bruna sem og brunann í dag og hafa samband tafarlaust í síma 431-1977.