Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2006 07:38

Faxaflóahafnir óska viðræðna vegna útblásturs frá Járnblendinu

Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur falið hafnarstjóra að ræða við fulltrúa Íslenska járnblendifélagsins hf. um útblástur frá verksmiðju félagsins á Grundartanga. Eins og fram hefur komið í fréttum félagsins hafa tíðar bilanir verið í reykhreinsibúnaði verksmiðjunnar.  Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. segir það hafa verið mönnum sýnilegt um of langan tíma að ekki væri allt með felldu í reyklosun frá verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins og því hafi stjórn hafnarinnar þótt nauðsynlegt að kanna málið með formlegum hætti.

 

Hann segir það skipta máli fyrir ásýnd hafnarinnar að öll umhverfismál hennar séu í lagi. Mikil sjónmengun sem fylgir reyknum sem skaði ímyndina, jafnvel þó að innihald reyksins kunni að vera meinlaust. Augljóst sé að ekki sé fýsilegt að auka flutning á fiski og korni um höfnina á meðan þetta ástand vari.

 

Í viðtali við Ingimund Birni framkvæmdastjóra Íslenska járnblendifélagsins í Skessuhorni fyrir skömmu kom fram að nú væri unnið að endurbótum á reykhreinsibúnaði verksmiðjunnar fyrir um 40 milljónir króna og að þeim framkvæmdum loknum muni öryggi í mengunarvörnum komast í samt lag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is