08. ágúst. 2006 05:54
Verslunarmannahelgin var erilsöm hjá lögreglunni á Akranesi en slíkt er mjög óvenjulegt því venjan hefur verið sú að fáir eru þar á ferli þessa mikil helgi ferðalaga. Auk mikils bruna við hús Síldarmjölsverksmiðjunnar á föstudag, þurftir lögreglan um helgina sjö sinnum að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar og meðal annars þurfti að vista sama manninn tvisvar í fangageymslu með um sólarhrings millibili vegna ölvunar.
Um fjörtíu mál komu upp sem tengdust umferðinni um helgina á Akranesi. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Einn þeirra hafði ekið á handrið við Suðurgötu og síðan ekið af vettvangi. Skömmu síðar var akstur bifreiðar stöðvaður skammt þar frá. Á hana vantaði höggvara enda hafði hann fallið af bifreiðinni við áreksturinn á Suðurgötu. Ökumaður bifreiðarinnar kvaðst ekki vera ölvaður en sagðist þó hafa drukkið tvo bjóra. Sé það satt hafa þeir verið af óvenjulegum styrkleika því öndunarpróf ökumannsins sýndi að áfengismagn í blóði væri 1,70 0/00 en það má ekki vera meira en 0,5 0/00.
Þá voru 13 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs og einnig var 16 ökumönnum gert að færa bifreiðar sínar til skoðunar.