08. ágúst. 2006 05:57
Mjög mikil umferð var í gegnum umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina og dagana þar á undan en í það heila tekið þá gekk hún mjög vel fyrir sig, að sögn Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns. Hafði lögreglan töluverðan viðbúnað og hélt úti auknum bílakosti og fleiri lögreglumönnum við umferðareftirlit en um venjulegar helgar. Þá komu lögreglumenn frá Dalasýslu og Snæfellsnesi einnig til aðstoðar á álagstímum við vegaeftirlitið sem og tvö lögreglubifhjól frá lögreglunni í Reykjavík sem komu einnig á svæðið.