11. ágúst. 2006 01:27
Þrír leikmenn á yngra ári í 3.flokki ÍA, þeir Björgvin Andri Garðarsson, Viktor Ýmir Elíasson og Skúli Freyr Sigurðsson, hafa verið valdir til þátttöku í árlegu úrtökumóti KSÍ og fer það fram á Laugarvatni síðar í mánuðinum. Á mótið eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir árið 1991 og voru að þessu sinni valdir 60 leikmenn. Mótið stendur yfir í þrjá daga.