Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2006 01:00

Fatadagur Fornbílaklúbbs Íslands í Borgarnesi

Á sunnudaginn komast unnendur fallegra bíla í feitt þegar félagar í Fornbílaklúbbi Íslands munu halda innreið sína í Borgarnes. Þá verður haldinn árlegur fatadagur klúbbsins, en á honum klæða meðlimir sig upp í föt frá sama tímabili og bíll hvers og eins var framleiddur á. Það má því búast við miklum dýrðum, fornum bílum og fallegum fötum í Borgarnesi á sunnudaginn.

 

 

Einar J. Gíslason formaður ferðanefndar FBÍ sagði í samtali við Skessuhorn að búast mætti við 40-80 bílum í ferðina. Fatadagurinn er einn af árlegum dögum sem FBÍ stendur fyrir, en m.a. annarra viðburða má nefna ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, skógræktarferð, grillferð og Ljósanótt í Keflavík.

 

Einar segir að fatadagurinn sé óvissuferð og ekki sé gefið upp fyrr en nokkrum dögum fyrir hann hvert ferðinni er heitið. “Við hittumst klukkan 13:30 á Kentucky Fried í Mosfellsbæ og borðum saman. Síðan keyrum við Hvalfjörðinn og upp í Borgarnes þar sem mínu hlutverki sem fararstjóri líkur. Þá tekur Gylfi Árnason útibússtjóri KB banka við og verður fararstjóri það sem eftir er dagsins,” segir Einar.

 

Búast má við bílunum um klukkan 15:00 fyrir utan útibú KB banka í Borgarnesi. Í tilefni af því verður opið hús hjá bankanum og gestum og gangandi boðið upp á kaffi og með því.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is