Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2006 10:45

Akraneshöllin skal húsið heita

Bæjarráð Akraness samþykkti í gær tillögu meirihluta ráðsins að fjölnota íþróttahúsið, sem er í byggingu á Jaðarsbökkum, skuli bera heitið Akraneshöllin. Minnihluti ráðsins lagði til að heitið yrði Jaðar og að bæjarstjórn tæki endanlega ákvörðun um málið. Á það var ekki fallist eins og áður sagði.

 

 

Eftir miklar tafir á byggingu hússins hefur nú verið ákveðið að það verði formlega tekið í notkun 2. september. Af því tilefni samþykkti bæjarráð að skipa starfshóp sem annist undirbúning vígslu hússins í samráði við bæjarstjóra. Í starfshópnum sitja markaðs- og atvinnufulltrúar bæjarins, rekstrarstjóri íþróttamannvirkja, æskulýðsfulltrúi bæjarins, formaður tómstunda- og forvarnanefndar og íþróttafulltrúi ÍA. Einnig munu sviðsstjórar fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs koma að undirbúningi málsins.

 

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við Akraneshöllina í morgun, má sjá hvar unnið er að frágangi lóðarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is