17. ágúst. 2006 11:44
Tveir leikmenn ÍA, Guðmundur B. Guðjónsson og Ísleifur Ö. Guðmundsson, hafa verið valdir í landslið Íslands í knattspyrnu sem skipað er leikmönnum undir 18 ára aldri. Liðið tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi 21.-27. ágúst. Þjálfari liðsins er Guðni Kjartansson.