18. ágúst. 2006 10:07
Ökumaður bifhjólsins sem staðinn var að fáheyrðum ofsaakstri í og við Borgarnes í gær var látinn laus síðdegis eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var ekki sviptur ökuréttindum en búast má við að ákæra á hendur honum verði gefin út á næstu dögum. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gær var hraði hjólsins mældur yfir 200 km/klst á Snæfellsnesvegi. Lögreglu tókst að stöðva aksturinn á Kjalarnesi þar sem ökumaðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu í Borgarnesi.