Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2006 01:30

Rætt um frestun framkvæmda vegna þenslu

Þessa dagana eru til umræðu í stjórnkerfi Akraneskaupstaðar hugmyndir um hugsanlega frestun framkvæmda fyrir á annað hundrað milljónir króna vegna þenslu. Þessar hugmyndir eru ræddar í kjölfar tilmæla ríkisstjórnarinnar til sveitarfélaga um frestun framkvæmda til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. Á fundi bæjarráðs á miðvikudag lagði Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og framkvæmdasviðs bæjarins fram lista yfir framkvæmdir á árinu sem unnt væri að fresta. Er þar um að ræða tíu verk og kostnaðurinn við þau er áætlaður tæpar 117 milljónir króna.

 

 

Þessar framkvæmdir eru endurnýjun slitlags á Sandabraut, slitlagsframkvæmdir í nýjum hverfum, göngustígagerð á Sólmundarhöfða, endurnýjun gangstétta meðal annars við Höfðabraut og Heiðarbraut, gerð leikvallar við Eyrarflöt/Dalsflöt, framkvæmdir við anddyri og utanhússklæðningu Brekkubæjarskóla, hönnun stúku við knattspyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum, hönnun breytinga á Bókasafni, framkvæmdir við Akratorg og hönnun við tjaldsvæði.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir, í samtali við Skessuhorn, þessi mál til skoðunar að beiðni ríkisstjórnarinnar og samtaka sveitarfélaga. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa engin tilboð borist í nokkur verk sem bæjarfélagið hugðist ráðast í að undanförnu.  Gísli segir að skort á verktökum geri það að verkum að sum þessara verka muni sjálfkrafa frestast en ástæða hafi þótt að skoða öll þau verk sem til greina gæti komið að fresta. Þessi mál þurfi að kanna betur og ræða til dæmis við íbúa Sandabrautar sem búist hafi við framkvæmdum í götunni í sumar. Þar hafi ekki fengist verktaki og því ekki viturlegt að byrja viðamiklar framkvæmdir rétt fyrir veturinn.


Sem kunnugt er ákvað nýr meirihluti bæjarstjórnar eftir kosningar að flýta framkvæmdum við endurnýjun slitlags Grenigrundar og var lofað að ráðist yrði í þær í sumar. Þar hafa framkvæmdir ekki hafist ennþá vegna skorts á verktökum að sögn Gísla. Hann segir ennþá reynt að hrinda úr vör framkvæmdum við götuna en á þessari stundu sé óvíst að það takist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is