Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2006 10:17

Gæsaveiðitíminn er byrjaður

Gæsaveiðitíminn hófst í gærmorgun, 20 ágúst. Fóru margir til veiða á fyrsta degi og hitti blaðamaður Skessuhorns t.d. veiðimenn vestur á Mýrum á laugardagskvöldið en þá voru þeir að koma sér fyrir á veiðislóðum. “Við ætlum að taka daginn snemma, þess vegna erum við að gera okkur klára fyrir morgunflugið,” sögðu veiðimennirnir og héldu áfram að stilla gervigæsunum upp á túninu þar sem þeir höfðu aflað sér leyfis landeiganda.  Tíðarfarið er gott fyrir fuglinn og gæsin því mikið enn á fjöllum þar sem gróður er enn kjarnmikill og ekki sakar að geta bragðbætt fæðuna með berjum. Þó hefur sést til gæsahópa á kunnuglegum slóðum, svo sem upp með Leirá og einnig ofarlega við Laxá í Leirársveit. Skessuhorn mun fylgjast með skotveiðimönnum á næstu vikum og flytja fréttir af skotveiðunum, fyrst á gæsinni og grannt verður einnig fylgst með rjúpnaveiðinni þegar nær dregur veiðitímabilinu.

 

Nýr ráðherra – óvissa um rjúpuna

 

Lítið hefur frést af því hvort rjúpnaveiði verði leyfð áfram eða ekki. Veiðar hófust sem kunnugt er sl. veiðitímabil til reynslu en síðan er enn einu sinni búið að skipta um umhverfisráðherra; Jónína Bjartmarz er tekin við málaflokknum. Þokkaleg rjúpnaveiði var í fyrra en engin veit hvað gerist nú, ráðherra umhverfismála hefur ekkert gefið uppi. Skotveiðimenn sem Skessuhorn ræddi við sögðust vona að veiðin yrði leyfð áfram en vitað er að “sumir” virtu engar veiðireglur sl. haust og veiddu nær botnlaust og hafa vafalítið skaðað orðspor veiðanna og sumsstaðar gengið nærri stofninum. En sölubann þýddi að veiðimenn gátu ekki selt fuglinn, a.m.k. ekki á opnum markaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is