Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2006 01:05

Óskar og Þuríður Arna með í áheitaferð Heklu

Við opnun nýs sýningarsalar fyrir Skoda í húsnæði Heklu í Reykjavík um helgina var Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna afhentur styrkur að upphæð 500 þúsund krónur frá fyrirtækinu. Að auki var greint frá því að samtökin gætu tryggt sér afnotarétt af Skodabifreið frá Heklu í eitt ár – EF fulltrúa samtakanna og FÍB tekst að aka hringveginn á einum olíutanki á Skoda frá Heklu.  Lagt var af stað í sparaksturinn fyrir hádegi í dag frá aðalstöðvum Frumherja á Ártúnshöfða og stefnt að því að koma til baka um hádegi á miðvikudag.

 

Bifreiðin sem ekið er á er af gerðinni Skoda Octavia, með TDI dísilhreyfli sem er afar sparneytinn á eldsneyti við öll akstursskilyrði. Uppgefin eyðsla er 4,9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri en 4,2 lítrar í utanbæjarakstri. Tankur bílsins tekur 55 lítra af eldsneyti. Þannig er nokkuð mikið lagt undir; Samtök krabbameinssjúkra barna eignast bílinn ef ökumanni þeirra tekst að ljúka hringveginum um landið á einum tanki af eldsneyti.

 

Ökumaður í ferðinni er Stefán Ásgrímsson ritstjóri hjá FÍB og honum til aðstoðar þau Óskar Örn Guðbrandsson, nýr framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Þuríður Arna, fjögurra ára dóttir Óskars en hún greindist með góðkynja æxli við heila fyrir tveimur árum. Eins og lesendum Skessuhorn muna þá fylgdist blaðið sl. vetur með ferð Þuríðar Örnu og foreldra hennar þegar hún fór utan í erfiða skurðaðgerð.

 

Óskar Örn, sem er frá Akranesi, er vel þekktur keppnismaður en hann var m.a. í sundlandsliði Íslands um árabil: “Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er mjög þakklátt fyrir stuðning Heklu og er staðráðið í að sigrast á þeirri skemmtilegu þraut sem nú hafi verið lögð fyrir okkur.  Stefán Ásgrímsson er þrautreyndur sparakstursökumaður og segist muni gera sitt besta til að tryggja Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna afnotarétt af bílnum næsta árið,” segir Óskar Örn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is