21. ágúst. 2006 11:12
Maðurinn sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi aðfararnótt sl. sunnudags hét Eugeniusz Leszek Lojko til heimilis að Egilsgötu 11 í Borgarnesi. Hann var 47 ára gamall starfsmaður hjá Loftorku Borgarnesi. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn sem búsett eru í Póllandi.