Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2006 06:18

Danskir dagar í 13. sinn í Stykkishólmi

Það var ýmislegt í boði á Dönskum dögum í Stykkishólmi um síðustu helgi þegar hátíð sú var haldin í 13. skipti. Talið er að um fjögur þúsund manns hafi mætt. Að sögn Önnu Melsteð, framkvæmdastjóra Danskra daga fór hátíðin mjög vel fram og sagði hún unga fólkið hafa verið til fyrirmyndar þessa helgina. Margt var í boði í bænum þrátt fyrir mikið breytta hátíð frá fyrri árum. Götugrill, hverfaleikar voru á íþróttavellinum á föstudgskvöldið sem Anna taldi hafa heppnast mjög vel, sultu- og marmelaðikeppni var, legokubbakeppni og ljósmyndakeppni og hlutu sigurverarar glæsileg verðlaun í þessum keppnum og var þátttaka í þeim góð. Lionsmenn voru með uppboð á laugardeginum, kvöldskemmtun var haldin þar sem sunginn var fjöldasöngur og fleira.

 

Útitónleikar voru að kvölskemmtuninni lokinni og þar komu fram Stuðbandið og Jamie´s Star, hljómsveitir heimamanna og að lokum flugeldasýning.

“Miðað við hvað við gerðum miklar breytingar á hátíðinni þá erum við í nefndinni bara í skýjunum. Okkur fannst við verða að breyta hátíðinni, í fyrra var eiginlega alltof margt fólk hérna og mörgum heimamönnum þótti hreinlega ekki pláss fyrir þá í sínum heimabæ. Við veltum mörgum steinum við, breyttum mörgu við dagskrána meðvitað og erum bara að fá góð viðbrögð við því. Við munum mæta enn öflugri að ári,” sagði Anna að lokum í samtali við Skessuhorn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is