Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2006 08:31

Gamla slökkvistöðin í Hólminum verður rifin

Samþykkt var á fundi skipulagsnefndar Stykkishólmsbæjar fyrir nokkru að rífa fyrrverandi húsnæði Slökkviliðs Stykkishólms á Aðalgötu 6a og er það gert í samræmi við miðbæjarskipulag. Húsið sem byggt var árið 1960 af Finni Sigurðssyni múrarameistara er hlaðið á steyptum grunni en húsið er það fyrsta á Íslandi sem byggt var sem slökkvistöð. Rými var í húsinu fyrir tvo slökkvibíla, fundaraðstaða fyrir slökkviliðsmenn, tvö salerni, ásamt afdrepi fyrir slökkviliðsstjóra. Þá var einnig gert ráð fyrir herbergi til hleðslu á slökkvitækjum.

 

Að sögn Þorbergs Bæringssonar slökkviliðsstjóra í Stykkishólmi er húsið orðið mjög illa farið. Þegar það var byggt var ekki grafið undan gólfplötu þess og hefur gólf því sigið undan bílunum ásamt því að þakið er orðið mjög lekt. Um tíma var hluti hússins nýttur vegna gæsluvallar sem var á svæðinu, kennsluhúsnæði fyrir Iðnskólann á sínum tíma, vöruafgreiðslu og til ýmissa annarra nota. Slökkvilið Stykkishólms flutti í nýtt húsnæði ásamt Björgunarsveitinni Berserkjum í lok árs 2002.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is