22. ágúst. 2006 06:38
Það hefur stundur verið haft á orði að þeir sletti skyrinu sem eiga það. Það átti þó ekki við aðfararnótt síðastliðins mánudags þegar aftanívagn flugningabíls á suðurleið á veginum við Skorholt í Leirársveit valt. Dróst vagninn nokkurn spöl á eftir flutningabifreiðinni áður en ækið stöðvaðist. Vagninn lokaði annarri akreininni um tíma á meðan að björgunarsveitarmenn tæmdu vagninn sem var fullur af vörum, þar á meðal skyri.