22. ágúst. 2006 07:00
Nýtt safnaðarheimili eða þjónustuhús við Hjarðarholtskirkju í Dölum var vígt og tekið í formlega í notkun við hátíðlega athöfn sl. sunnudag. Jafnframt var minnst 100 ára afmælis kirkjunnar. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson predikaði og vígði safnaðarheimilið. Fjölmenni var við athöfnina og stolt og gleði ríkti sem búast mátti við. En svona átak byggist fyrst og síðast á samtakamætti fólksins, fórnfúsu starfi og framlögum sjálfboðaliða.
Jón Bjarnason, alþingismaður skrifar um afmæli kirkjunnar hér á vefnum í aðsendri grein og í Skessuhorni vikunnar.