Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2006 09:30

Verð á íbúðarhúsnæði í Grundarfirði hækkar um 37%

Eins og Skessuhorn hefur greint frá stóð Fasteignamat ríkisins fyrir endurmati allra fasteigna í þéttbýlinu í Grundarfirði og er því nú lokið. Hið nýja fasteignamat tekur gildi þann 1. nóvember nk. og frestur til athugasemda rennur út þann 1. október. Á Grundarfirði voru þann 14. ágúst skráðar 346 lóðir, þar af 303 byggðar og voru 290 lóðir sérmetnar. Þegar endurmat íbúðarhúsnæðis á landinu fór fram árið 2001 var miðað við hvert verðmætahlutfall viðkomandi byggðar var miðað við höfuðborgarsvæðið. Nú var hins vegar stuðst við sérhannað matskerfi fyrir Grundarfjörð og miðað við 77 kaupsmaninga frá árunum 2002-2006. Breytingar á matinu eru því mismunandi eftir eignum og hækka elstu eigningar minnst og þær yngstu mest.

 

Lóðarmat í Grundarfirði rúmlega tvöfaldast samkvæmt nýja matinu. Lóðarmat sérbýlis hækkar að jafnaði um 101% en lóðarmat fjölbýlis enn meir, eða um 135% að jafnaði. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis, sem samanstendur af húsmati og lóðarmati, hækkar samtals um 37% en einstakar eignir hækka á bilinu 6-65%. Húsmat nýbyggingar er eftir hækkun um 63% af samsvarandi nýbyggingu á höfuðborgarsvæðinu, en hlutfallið fer lækkandi eftir því sem húsin eru eldri. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar að jafnaði um 16%, þar af hækkar húsmat um 12% en lóðarmat um 47% að jafnaði. Lóðarmat atvinnuhúsnæðis á Grundarfirði er um 30% af samsvarandi eign á höfuðborgarsvæðinu eftir hækkun, en húsmat um 45%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is