24. ágúst. 2006 10:42
Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Akranessvelli í dag í 15. umferð Landsbankadeildarinnar og hefst leikurinn klukkan 18:00. Skagamenn eru í 9. sæti deildarinnar með 14 stig fyrir leikinn og Keflavík er í 2. sæti með 22 stig. Nú verða heimamenn hreinlega að sigra leikinn ef þeir ætla ekki að fara að fá reisupassanum niður í 1. deild. Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahóp ÍA sem mætir Keflvíkingum í dag. Arnar Már Guðjónsson kemur inn í 18 manna hópinn í stað Guðmundar B. Guðjónssonar sem er þessa dagana að keppa fyrir hönd U-18 ára landsliðs Íslands í Tékklandi.