Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2006 09:13

Niðurgreiðsla dagvistargjalda dagforeldra hækkuð í Grundarfirði

Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt að hækka niðurgreiðslur á dagvistargjöldum hjá dagforeldrum í bæjarfélaginu. Það voru fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks sem lögðu fram tillögu um að niðurgreiðsla átta tíma vistunar hækki úr 12.400 krónum í 21.600 krónur á mánuði. Þá hækki niðurgreiðsla fyrir einstæða foreldra og námsmenn úr 16.000 krónum í 28.000 krónur. Þá hækkar viðbótargreiðsla vegna systkina úr 5.500 krónum í 6.400 krónur.

 

 

Fulltrúi L-listans í bæjarráði lagði til að niðurgreiðslan yrði 27.200 krónur og 35.200 krónur hjá einstæðum foreldrum og námsmönnum. Sú tillaga var felld. Í bókun sem L-listinn lagði fram segir að mikilvægt sé að styðja við ungt fjölskyldufólk og að tímabilið frá því að fæðingarorlofi foreldra lýkur og þar til barn fær vistun á leikskóla sé mjög erfitt að brúa fyrir foreldra í fullu starfi. Því leggi L-listinn til að niðurgreiðslan nemi 50% af gjaldskrá. Slíkur stuðningur sé mikilvægur og í anda fjölskyldustefnu Grundfirðinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is