Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2006 03:16

Slátrun hætt í Búðardal

Sveitarstjóri Dalabyggðar staðfestir í samtali við Skessuhorn að engin slátrun verði í Búðardal í haust í kjölfar þess að KS tekur við rekstri sláturhússins. Fimm heilsárs störf verða til við sögun á kjöti í Búðardal. Sveitarstjórinn segir samning Norðlenska og KS hafa komið sveitarstjórn í opna skjöldu og að Norðlenska hafi ekki staðið við fyrirætlanir sínar. Hann segir endurbyggingu sláturhússins sem kostaði 66 milljónir króna hafa verið mikil mistök.

 

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í morgun hafa á undanförnum vikum farið fram viðræður um að Kaupfélag Skagfirðinga taki á leigu sláturhúsið í Búðardal, sem tekið var í notkun á síðasta ári eftir miklar endurbætur. Í fréttinni kom fram að í kjölfarið yrði slátrun hætt í Búðardal. Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri í Dalabyggð staðfestir í samtali við Skessuhorn að samningar hafi tekist um að KS taki við sláturhúsinu af Norðlenska. Hann segir jafnframt að engin slátrun fari fram í Búðardal. Þess í stað hefur KS skuldbundið sig til þess að skapa fimm heilsárs störf í Búðardal. Að öllum líkindum verða þau störf við kjötsögun.

 

Á sínum tíma var leigði Norðlenska sláturhúsið sem meðal annars er í eigu Dalabyggðar og Byggðastofnunar. Voru talsverðar væntingar bundnar við starfsemi félagsins í Búðardal. Gunnólfur segir sveitarstjórn Dalabyggðar ekki hafa vitað annað en Norðlenska yrði með slátrun í húsinu í haust. Þann 2. ágúst hafi forsvarsmenn Norðlenska og KS tilkynnt að félögin hafi komist að samkomulagi um að KS tæki við rekstri hússins. Fram hafi komið að Norðlenska hafi ekkert gert til að undirbúa slátrun og því ljóst að slátrun yrði lítil sem engin. Þessi samningur hafi komið forsvarsmönnum Dalabyggðar í opna skjöldu og þeir hafi verið settir í afar erfiða stöðu. Aðspurður hvort Norðlenska hafi brugðist Dalamönnum vill Gunnólfur ekki taka svo sterkt til orða en segir þó ljóst að félagið hafi ekki staðið við þær væntingar sem gerðar voru til starfseminnar í Búðardal. Hann segir jafnframt að samningurinn við Norðlenska hafi verið sveitarfélaginu afar óhagkvæmur og því ekki margir kostir í stöðunni þegar í ljós kom að ekki hafði verið undirbúin slátrun í húsinu. Því hafi verið ákveðið að ganga til samstarfs við KS og mikilvægt væri að samningurinn tryggði nokkur framtíðarstörf í Búðardal.

 

Eins og fram hefur komið kostaði endurbygging sláturhússins í Búðardal um 66 milljónir króna. Nú þegar slátrun hefur verið aflögð hljóta að vakna spurningar hvort þeim fjármunum hafi verið rétt varið. Gunnólfur segir það sína persónulegu skoðun að endurbygging sláturhússins hafi verið mikil mistök á sínum tíma því húsið sé frekar lítil framleiðslueining.

 

Í kjölfar þessa samnings hafa vaknað þær spurningar hvort fyrirtæki í slátrun séu í raun að skipta með sér markaðnum. Um það vill Gunnólfur ekkert segja. Hann segir samkeppni nauðsynlega í þessari grein eins og öðrum. Kostir sveitarstjórnar í málinu hafi í raun engir verið og því hafi verið fallist á samkomulag fyrirtækjanna. Hann segir samstöðu í sveitarstjórn Dalabyggðar um lyktir málsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is