Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2006 01:09

Gamla kirkjan í Reykholti opnuð í dag

Reykholtskirkja, Snorrastofa og Þjóðminjasafn Íslands verða með vandaða dagskrá um hinar fornu kirkjur í Reykholti í dag, sunnudag. Dagskráin hefst kl. 14 með guðsþjónustu í Reykholtskirkju, en í kjölfarið verður gestum boðið upp á veitingar í Safnaðarsal kirkjunnar. Kl. 15.30 verður fyrirlestur um fornleifarannsóknir í Reykholti í Bókhlöðusal Snorrastofu. Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur, mun fjalla um stöðu rannsóknanna, en erindið er liður í röð Fyrirlestra í héraði. Heiti fyrirlestursins er Rannsókn kirkjunnar í Reykholti. Fólki gefst tækifæri til að spyrja Guðrúnu um gang rannsóknanna.

 

Strax í kjölfar fyrirlestursins verður gamla kirkjan í Reykholti opnuð almenningi, en hún hefur verið gerð upp af Þjóðminjasafni Íslands og tilheyrir nú húsasafni þess. Kirkjan hefur verið gerð upp og hefur fengið það útlit, sem að öllum líkindum hefur einkennt hana í upphafi. Er um að ræða afar mikilsverðan áfanga við uppbyggingu Reykholts.  

Fornleifauppgröfturinn í Reykholti er áhugavert viðfangsefni, ekki síst vegna frægðar staðarins og þeirra fornminja, sem hingað til hafa dregið fjölda ferðamanna í Reykholt, þ.e. Snorralaug og þau göng sem tengja hana og gamla bæinn. Óhætt er að fullyrða að uppgreftinum hafi miðað vel áfram og hefur komið í ljós fjöldi merkilega minja, ekki hvað síst í þeim kirkjugrunni, sem nú er verið að grafa upp. Guðrún Sveinbjarnardóttir er verkefnisstjóri þeirra fornleifarannsókna, sem fram hafa farið í Reykholti á s.l. árum, þ.e. frá 1987 og til 1989 og frá 1998.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is