28. ágúst. 2006 09:24
Víkingur Ólafsvík lagði Stjörnuna úr Garðabæ á Ólafsvíkurvelli í gær. Liðið varð hreinlega að að sigra í leiknum ef það ætlaði sér ekki að falla niður í aðra deild. Það var Sivko Alosa sem skoraði mark Víkings skömmu fyrir leikslok, en hann kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Með sigrinum lyfti Víkingur sér úr botnsætinu og er nú í níunda sæti deildarinnar með 15 stig. Í næstu sætum fyrir ofan eru Haukar með 16 stig, Leiknir með 17 stig og KA með 18 stig, en Þór vermir botnsætið með 13 stig. Víkingur á eftir útileik við HK, sem er í öðru sæti deildarinnar, laugardaginn 9. september og síðasti leikur liðsins verður í Ólafsvík þegar Haukar mæta í heimsókn þann 16. september.